Upplýsingar um þjónustu & sögu


Bílaflutningar ehf sagan okkar

Bílaflutningar ehf. var stofnað árið 2005 og á rætur sínar að rekja til Hafnarfjarðar. Í upphafi starfaði fyrirtækið fyrst og fremst við kaup á tjónabifreiðum, sölu varahluta úr þeim og að tryggja að öll umfram efni færi í viðeigandi endurvinnslu með ábyrgum hætti.

Með árunum hefur starfsemin þróast í takt við breyttar þarfir markaðarins. Eftir að húsnæði fyrirtækisins var selt var tekin sú stefna að einbeita sér alfarið að bíla- og tækjaflutningum, auk förgunar og endurvinnslu ónýttra og bilaðra ökutækja. Í dag er lögð sérstök áhersla á örugga meðhöndlun, faglega þjónustu og umhverfisvænar lausnir í allri starfsemi.

Bílaflutningar ehf. byggir á traustri reynslu, áreiðanleika og góðri þjónustu við viðskiptavini sína. Markmið okkar er að veita skilvirkar lausnir, hvort sem um er að ræða flutning bifreiða og tækja eða lögmæta og ábyrga förgun ökutækja í samræmi við gildandi reglur.

Við leggjum metnað í að veita persónulega og faglega þjónustu og tryggja að hvert verkefni sé unnið af vandvirkni og ábyrgð.